Í Marshallhúsinu í Örfirisey, við vestanverða Reykjavíkurhöfn, er einn veitingastaður og fimm gallerí / sýningarsalir. Í tveimur þeirra, Nýlistasafninu og Kling & Bang, eru sýningar á Sequences XI, alþjóðalega myndlistartvíæringnum í Reykjavík, sem haldin er nú í ellefta sinn. En að hátíðinni standa einmitt þessi tvö listagallerí, auk Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Undirtitill hátíðarinnar er; listhátíð í rauntíma / real time art festival. Hátíðin er sýningarvettvangur fyrir innlenda sem erlenda myndlistamenn, og auðvitað að auðga menningarlíf Reykjavíkur, gera það enn litríkara. Sýningastjórar í ár eru Marika Agu, Maria Arusoo, Kaarin Kivirähk, Sten Ojavee frá Eistlandi. Þeir listamenn sem sýna eru Bjarki Bragason (IS) Alma Heikkilä (FI) Antti Laitinen (FI) Elo-Reet Järv (EE) Guðrún Nielsen (IS) Gústav Geir Bollason (IS) Jóhannes S. Kjarval (IS) Kärt Ojavee (EE) Naufus Ramírez-Figueroa (GT) Ólöf Nordal (IS) Pakui Hardware (LT) Sigurður Einarsson (IS) og Þorgerður Ólafsdóttir (IS). Samheiti sýninganna er; Get ekki séð.

Frá Sequences XI, hjá Kling & Bang og Nýlistasafninu í Marshallhúsinu

Frá Sequences XI, hjá Kling & Bang og Nýlistasafninu í Marshallhúsinu

Frá Sequences XI, hjá Kling & Bang og Nýlistasafninu í Marshallhúsinu

Frá Sequences XI, hjá Kling & Bang og Nýlistasafninu í Marshallhúsinu

Frá Sequences XI, hjá Kling & Bang og Nýlistasafninu í Marshallhúsinu

Frá Sequences XI, hjá Kling & Bang og Nýlistasafninu í Marshallhúsinu

Frá Sequences XI, hjá Kling & Bang og Nýlistasafninu í Marshallhúsinu

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Örfirisey 10/11/2023 – A7C : FE 1.4/24mm GM