Frá Hafnartorgi

Hafnartorg & Hallveig + Ingólfur

Árni Óla (1888-1979) rithöfundur og blaðamaður, er sá sem líklegast þekkti sögu og tilurð Reykjavíkur manna best. Enda skrifaði hann ótal bækur um sögu höfuðborgarinnar auk þess að vinna sem blaðamaður á Morgunblaðinu, frá stofnun blaðsins árið 1913 og til dánardags. Eftir óteljandi grúsk, var hann viss um að fyrstu landnámsmennirnir, Hallveig Fróðadóttir og Ingólfur Arnarson hefuðu byggt sin bæ Reykjavík, undir Arnarhólnum, þar sem nú er Hafnartorg. Líklega hefur engin blettur í borginni tekið jafn miklum stakkaskiptum á undanförnum misserum, árum og svæðið neðan við Arnarhól að vestan. Icelandic Times / Land & Saga fór í vettvangsferð… á bæjarstæði Hallveigar og Ingólfs. Fjölbreytt, nútímalegt og fullt af lífi. Árni Óla missti af öllu þessu. Þegar hann lést var þetta svæði ekki spennandi. Bensínstöð, bílaplön og birgðarskemmur, fyrir höfnina. Ekkert fyrir augað. Hundrað árum fyrr hafði svæðið verið hjarta Reykjavíkur. Eins og… næstumþví núna. Borgin er nú bara svo miklu miklu stærri. Hjartað slær um alla borg. Ekki á einum stað.
Frá Hafnartorgi
Svæðið fyri 95 árum síðan
Frá Hafnartorgi
Frá Hafnartorgi
Frá Hafnartorgi
Frá Hafnartorgi

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 07/10/2023 – A7C, RX1R II : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0