Halla Tómasdóttir setur Alþingi, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkisráðherra í bakgrunni

Halla setur Alþingi

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, setti 156. löggjafarþingið í dag, 4. febrúar. Þetta er í fyrsta skipti sem Alþingi kemur saman eftir alþingiskosningarnar þann 30. nóvember. Það eru átján nýir þingmenn sem taka sæti á Alþingi Íslendinga í fyrsta skipti, og rúmlega helmingur þingheims, sem telur 63 þingmenn, sat ekki á síðasta þingi. Það hefur ekki orðið meiri endurnýjun á þingmönnum í meira en hálfa öld. Meðalaldur þingmanna er 51 ár. Ný ríkisstjórn tók við völdum í desember, í forsæti Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingu, en tveir aðrir flokkar Flokkur Fólksins og Viðreisn mynda meirihluta með Samfylkingunni. Í ræðu sinni bauð forseti þingmenn velkomna til starfa, og sagði það þakkarvert að fólk væri tilbúið að taka að sér krefjandi störf í þágu lands og þjóðar. Með nýjum þingmönnum kæmu ný viðhorf. Forseti sagði líka mikilvægt að reynslumeiri þingmenn miðluðu af reynslu sinni til þeirra sem nýir eru, öllum til farsældar.
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir t.v. og Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttur, ganga úr hátíðarmessu í Dómkirkjunni í Alþingishúsið
Alþingishúsið, byggt 1881, til vinstri Dómkirkjan í Reykjavík
Halla Tómasdóttir í ræðustól Alþingis, ráðherrarnir hlusta, frá vinstri, Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland, Logi Einarsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir t.v. og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis
Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri og forsetaframbjóðandi, nú þingmaður Viðreisnar t.h. og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokki Fólksins, í bakgrunni er Þórunn Sveinbjarnardóttir sem kjörin var Forseti Alþingis í dag
Forsætisráðherra Kristrún Frostadóttir t.h. og Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mennta- og Barnamálaráðherra, í bakgrunni, Inga Sæland Félags- og Húsnæðisráðherra t.h. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkisráðherra
Reykjavík 04/02/2025 :  A7C R, RX1R II – FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson