Helgi Magri nam Eyjafjörð allan, lengsta fjörð norðurlands. Hann var sá landnámsmaður sem tók sér stærst land. Fyrsti landnámsmaðurinn, Ingólfur Arnarson, sem nam Reykjavík árið 874, hafði allt landið undir, er í öðru sæti. Helgi Magri Eyvindarson var, ef maður talar nútímamál, með þrjú vegabréf. Eyvindur faðir hans var Gautaborgari, Helgi er semsagt svíi, en fæddur á Írlandi, þar sem faðir hans fór í víking, en móðir Helga Magra, Rafarta, var prinsessa, dóttir Kjarvals konungs Íra. Semsagt íri. Síðan er hann auðvitað íslendingur, þar sem hann nam land, og bjó öll sín bestu ár. Hann og hans fólk mótaði sögu okkar mjög á fyrstu öldum búsetu í landinu. Helgi giftist Þórunni hyrnu, dóttur Ketils flatnefs, og systur Auði Djúpúðgu. Má sega að allt merkisfólk á söguöld sé komið út af þeim systrum. Helgi var kristinn, og nefndi bæinn sinn Kristnes, sem er í dag, rétt sunnan við Akureyri. Í dag er Akureyri, og þéttbýlið við Eyjafjörð fjölmennasta svæði landsins, utan suðvesturhornsins, en í firðinum öllum, búa í dag hátt í þrjátíu þúsund manns. Helgi eða Þórunn hyrna, myndu líklega ekki þekkja fjörðinn, Akureyri í dag, en svona er hann, tæpum tólf öldum frá landnámi Helga og Þórunnar.

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Akureyri 01/03/2025 : A7C R, RX1R II, A7R IV : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM