Haustlitir í Laugardal

Haust & haustlitir

Október var kaldur á landinu öllu. Eins og reyndar árið allt. Meðalhitinn í Reykjavík var 3.3°C, sem er 2.2°C undir meðaltali síðustu tíu ára. Í byggð mældist hæsti hiti mánaðarins í Skaftafelli, 14.2°C, þann átjánda, lægsti hitinn mældis á Möðrudal, -19.1°C þann þrettánda október. Meðalhiti fyrstu tíu mánaða ársins í Reykjavík er langt undir meðaltali, samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands. En þó bæði árið og síðasti mánuður hafa verið kaldir, er haustbirtan, litirnirnir sem fá mann til að gleðjast þegar haust og vetur renna saman um þetta leyti. icelandic Times / Land & Saga tók ljósmyndaferð um Reykjavík, til að sýna ykkur birtuna og haustlitina í höfuðborginni.

Börn að leik í Mæðragarðinum í Lækjargötu, garði, útivistarsvæði sem var opnaður árið 1925, fyrir 99 árum síðan.
Minnisvarði um óþekkta embættismanninn eftir Magnús Tómasson frá árinu 1993 við Iðnó / Reykjavíkurtjörn
Laufblað á Klambratúni
Haustbirta í Pósthússtræti
Grænn og rauður í Hljómskálagarðinum
Blóm í Einarsgarði

Reykjavík 03/11/2024 :  RX1R II – 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0