Það var haustlegt en fallegt í Minjagarðinum á Akureyri í morgun. Kirkjan var byggð árið 1846, af kirkjusmiðnum Þorsteini Daníelssyni (1796-1882) frá Skipalóni á Melrakkasléttu.

Haustið er komið til  Akureyrar

Við hlið Nonnahús á Akureyri, safn til minningar um rithöfundinn Jón Sveinsson ( 1857- 1944) stendur Minjasafnskirkjan byggð árið 1846. Kirkjan var byggð hinu megin við Eyjafjörðin á Svalbarðseyri, og flutt í Minjagarðinn í innbæ Akureyra og friðuð fyrir rúmri hálfri öld. Tveir príðisgripir eru í guðshúsinu, ljóshjálmur frá 1688 og altaristafla eftir Jón Hallgrímsson frá 1806. Messað er í Minjakirkjunni tvisvar á ári, á jólum og páskum. Kirkjan þykir dæmigerð fyrir íslenskar sveitakirkjur úr timbri sem voru byggðar um miðja þar síðustu öld.

Akureyri  19/10/2021 08:44 – A7R IV : FE 1.4/24 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0