Þjóðminjasafn Íslands

Heimildafjársjóður til ókomins tíma

Hjálmar R. Bárðarson, skipaverkfræðingur og áhugaljósmyndari, arfleiddi Þjóðminjasafn Íslands að ljósmyndasafni sínu en hann lést árið 2009. Hann var Ísfirðingur og fékk myndavél í fermingargjöf og segir Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðssjóri Ljósmyndasafns Íslands, að þá hafi ekki verið aftur snúið. Hjálmar tók myndir frá unglingsárum og fram á dánarár sitt.

hjalmar-r-bardason-landogsaga

Hjálmar R. Bárðason

„Hjálmar gekk í ljósmyndaklúbb í Danmörku þar sem hann stundaði verkfræðinám og kynntist þar öðrum áhugaljósmyndurum. Þetta var á blómatíma áhugamannaljósmyndunar og sýndu þeir myndir sínar víða í Evrópu og einnig vestanhafs. Hjálmar var virkur í slíku sýningarhaldi og leiddi ýmsa aðra íslenska áhugaljósmyndara hvað þetta varðar.“
Hjálmar varð síðar siglingamálastjóri á Íslandi og segir Inga Lára að áhugaljósmyndunin hafi verið ástríða hans þegar kom að áhugamálum. „Hann fann vettvang fyrir myndir sínar í útgáfu fjölda bóka um ákveðin náttúrufyrirbirgði eins og fugla og gróður en líka um ákveðna landshluta.“hjlamar-r-bardason-tjodminjasanfid

Fékk hluta arfsins
Hjálmar var í samskiptum við starfsfólk við Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni í rúman áratug og gaf hann safninu ýmsar myndir í lifanda lífi sem hann hafði m.a. sýnt á ljósmyndasýningum erlendis.
Við andlát Hjálmars kom í ljós að hann hafði arfleitt Þjóðminjasafni Íslands að ljósmyndasafni sínu auk fjármuna. Þeir voru nýttir til að skipta um umbúðir á öllu safni hans og koma því fyrir í sýrufríum umbúðum. „Þetta var allt vel skráð frá hans hendi þannig að það var í rauninni bara spurning um að skipta um umbúðir. Síðan voru skrár hans slegnar inn í skráningarkerfið Sarp og eru aðgengilegar þar. Eftir það voru gerðar stafrænar eftirtökur eftir stikkprufum í safninu en um er að ræða gríðarlega stórt safn með mörg hundruð þúsund myndum. Það er því búið að koma safninu fyrir á varanlegan hátt og gera það aðgengilegt almenningi.“

Uppspretta þekkingar
Inga Lára segir að það hafi verið mikill heiður að Hjálmar hafi treyst Þjóðminjasafni Íslands fyrir varðveislu á safninu.
„Þetta er náttúrlega ómetanlegt safn. Þetta er margþætt safn og spannar mjög langan tíma eða alveg frá 1932. Þetta er gríðarlegur heimildafjársjóður til ókomins tíma. Á meðan Íslendingar hafa einhvern áhuga á því að þekkja eigin sögu og eigið náttúrufar þá eru ljósmyndir Hjálmars uppspretta gríðarlegrar þekkingar og sjónrænna upplifana.“hjalmar-r-baardason-icelandictimes