Tónar hafsins eftir Ásmund Sveinsson

Heimur Ásmundar 

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18.maí af alþjóðaráði safna. Í ár er yfirskriftin, Mikill er máttur safna, en söfn geta og hafa mátt til að hrífa og breyta heiminum. Í tilefni dagsins er frítt inn á mörg söfn, eins og Listasafn Reykjavíkur, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Það eru 35.000 söfn í vel yfir eitt hundrað löndum sem taka þátt í þessum degi, sem var stofnað til árið 1977. Eitt að þeim söfnum sem vert er að heimsækja er Ásmundarsafn í Laugardal. Safn sem er helgað verkum myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) og var opnað árið 1983, í einstæðu húsi sem listamaður hannaði sem heimili og vinnustofu, og byggði á árunum 1942-1959. Garðurinn umhverfis húsið, er líka einstakur, með fjölda höggmynda eftir þennan frumkvöðul höggmyndalistar á Íslandi. Sýningin í safninu núna heitir Loftskurður, Rósa Gísladóttir, Ásmundur Sveinsson. Þarna mætast myndhöggvarar tveggja tíma í samtali. Rósa (1959) hefur á ferli sínum sem myndhöggvari fengist við ýmsan efnivið, en þekktust er hún fyrir gifsskúltúra í ólíkum stærðum og formum. Sýningin stendur til 7. ágúst.

Ásmundarsafn er í húsi sem listamaðurinn hannaði og byggði sjálfur. Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hannaði síðan viðbyggingu sem fellur einstaklega vel að húsinu.
Veðurspámaðurinn, hluti,  stendur fyrir framan safnið.
Frá sýningunni Loftskurður
Garðurinn er einstakur, annar heimur, Helreiðin í forgrunni. Safnið má sjá í bakgrunni

 

Stríð og friður í forgrunni, Vatnsberinn í bakgrunni eftir Ásmund Sveinsson

Reykjavík 17/05/2021 12:44 – 13:33 : A7R IV – A7C : FE 1.8/20mm G – FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0