Þýski sendiherrann á Íslandi Herbert Beck hefur að sönnu verið önnum kafinn þetta herrans ár 2019 enda stórt í sögu samskipta Íslands og Þýskalands. Franz-Walter Steinmeier forseti Þýskalands kom til Íslands í júní þegar 70 ár voru liðin frá því fyrsti þýski hópurinn kom með Esjunni til Ísland sem alla leið frá Köningsberg þar sem nú er Kaliningrad í Rússlandi.
Alls komu liðlega 300 Þjóðverjar til landsins og settust fjölmargir hér að. Ræðismaður Íslands í Lübeck auglýsti eftir þýsku verkafólki til vinnu í sveitum landsins. Þýskaland var í sárum eftir heimsstyrjöldina síðari en mikill uppgangur á Íslandi og skortur á vinnuafli.
HEIMAt og saga kvennanna
Steinmeier opnaði sýninguna HEIMAt í Árbæjarsafni sem hverfist um ljósmyndir Marzenu Skubatz um þýsku konurnar sem komu til Íslands og settust hér að. Herbert Beck var viðstaddur opnun sýningarinnar ásamt borgarstjóranum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni. Þar voru líka myndir Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara Morgunblaðsins sem festi atburðinn á filmu fyrir 70 árum. Þá hefur sagnakonan Anne Siegel gert sögu þýsku kvennanna á Íslandi snilldarskil í bók sinni Frauen Fische Fjorde vegferð fyrir 70 árum og festu hér rætur og frá þeim eru hundruð niðja með þýskar rætur. Athöfnin í Árbæjarsafni lét engan ósnortinn,“ segir Beck í samtali við blaðamann Icelandic Times.
Sumir snéru aftur til Þýskalands en Ísland togaði og margir snéru til baka en svo voru líka konurnar sem fluttu heim til Þýskalands með íslenskum eiginmönnum sínum.
Angela Merkel kanslari er væntanleg í ágúst. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð kanslaranum til Íslands þegar hún var í heimsókn í Berlín á útmánuðum 2017. Beck segir að eftir því hafi verið tekið hve vel fór á með leiðtogunum í Berlín. Að lokinni heimsókn kanslarans heldur Herbert Beck tilNamibíu þar sem hann verður sendiherra þjóðar sinnar.
Þýskir kanslarar á Íslandi
Þýskir kanslarar hafa gert sér far um að heimsækja eyjuna við ysta haf enda saga þjóðannasamtvinnuð. Kaupmannahöfn var höfuðborg Íslands og Slésvíkur-Holsetalands um aldir uns þýsku héruðin urðu hluti Þýskalands í tíð Bismarcks kanslara eftir orrustuna við Dybböl skammt frá Flensburg árið 1864. Eftir fyrri heimsstyrjöldina skiluðu Þjóðverjar norðurhluta Slésvíkur. Konrad Audenauer (1876-1967) kom til Íslands 1954. „Ég er í pílagrímsför til fæðingarstaðar lýðræðis í veröldinni,“ sagði kanslarinn við Ólaf Thors forsætisráðherra á Þingvöllum þar sem Alþingi var stofnað 930. Audenauer var kanslari 1949-63. Helmut Schmidt (1918-2015) kom hingað 1977.
Hann var kanslari V-Þýskalands á árunum 1974-82. Schmidt hitti Geir Hallgrímsson forsætisráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar þá fjórum árum eftir gos og skoðaði handritin í Árnasafni. Raunar kom Schmidt hingað til lands rúmum áratug eftir kanslaratíð hans lauk, 1993. Í september 2000 kom Gerhard Schröder á leið sinni til New York til þess að ávarpa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Schröder var kanslari 1998-2004. „Ég hef mikinn áhuga á Íslandi og kann vel að meta fólkið,“ sagði Schröder við Davíð Oddsson forsætisráðherra á Þingvöllum.
Willy Brandt (1913-1992) kom í júní 1991. Willy Brandt var kanslari V-Þýskalands á árunum 1969-74. Þá var Helmut Kohl (1930-2017) kanslara boðið hingað til lands 1998 en ekkert varð af heimsókninni vegna pólitískra hremminga kanslarans sem leiddu til afsagnar. Kohl var kanslari 1982-1998 og var í embætti þegar Þýskaland var sameinað efitr fall Berlínarmúrsins.