Sýningin Á hafi kyrðarinnar

Hikandi haf í Hafnarborg

Í Hafnarborg í Hafnarfirði eru nú tvær afbragðs sýningar; Á hafi kyrðarinnar og Hikandi lína, þar sem listakonurnar Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson (1963) & Elísabet Brynhildardóttir (1983) sýna verk sín. Um sýningu Elísabetar segir að fáir miðlar myndlistarinnar komast eins nálægt hrárri sýn listamannsins eins og teikningin – hún er beintenging við hugsunina og varpar jafnframt ljósi á afar náið samband manns og verkfæris. Á sýningunni skoðar Elísabet Brynhildardóttir tímann, tilfinninguna og skynjunina að baki teikningunni og þeirri aðgerð að teikna, eða eins og listamaðurinn Richard Serra sagði eitt sinn: „Þú býrð ekki til teikningu – þú teiknar.“ Sýning Hildar leitar fanga í landslagi Íslands við gerð verka sinna hefur Hildur um árabil gert myndraðir sem byggja á heilaskönnunum og himintunglum, þar sem handlitaðir silkiþræðir tvinnast saman í dúnmjúku yfirborði og verða að athvarfi frá amstri hversdagsins. Þar fangar hún fíngert andrúmsloft víðáttu og kyrrðar í abstraktnálgun með hægum aðferðum handverksins – þar sem uppistaðan og ívafið er ofið í samhljómi. Segir í sýningarskrá Hafnarborgar. Svo það er bara að drífa sig, í þessa merku menningarstofnun í hjarta Hafnarfjarðar. 

Sýningin Á hafi kyrðarinnar
Frá sýningunni Hikandi lína
Sýningin Á hafi kyrðarinnar

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Hafnarfjörður 12/08/2023 : A7C : FE 1.4/24 GM