Í augum landsmanna er Austurvöllur hjarta miðborgarinnar, miðpunktur höfuðborgarinnar. Garðurinn stendur þar sem Austurvöllur besta túni bóndans í Reykjavíkurbæ var, bóndabæ sem stóð þar sem nú er Hafnarstræti. Austurvöllur er í dag elsti almenningsgarður í Reykjavík og hefur frá upphafi verið einn vinsælasti og fjölsóttasti samkomustaður borgarbúa jafnt til gleði og til mótmæla. Við suðurenda Austurvallar standa tvær af mikilvægustu byggingum landsins, Alþingishúsið og Dómkirkjan, og í miðjum garðinum stendur stytta af frelsishetju íslendinga, Jóni Sigurðssyni, sem var gerð af myndhöggvaranum Einari Jónssyni og sett upp árið 1930. Við Austurvöll standa líka tvö stór hótel, og við norðurenda garðsins eru síðan veitingahús og barir, þar sem ferðamenn og íbúar blandast saman yfir borgara eða bjór.
Reykjavík 21/07/2021 14:04 35mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson