Hjólað yfir göngubrúnna yfir Njarðargötu við Hringbraut. Verðlaunamannvirki hannað af EFLU, í samvinnu við Studio Granda.

Hjólaborgin Reykjavík

Reykjavíkurborg hefur lagt bæði metnað og mikla fjármuni síðustu ár til að bæta aðgengi reiðhjólamanna. Hlutfall hjólandi í umferðinni er nú um 7%. Samkvæmt samgönguáætlun Reykjavíkurborgar er stefnt að því að tvöfalda hjólaumferð á næstu tíu árum. Reykjavíkurhringurinn, hjólreiðaleiðin meðfram strandlengjunni, með viðkomu vestur á Seltjarnarnesi, og þverað í Elliðaárdalnum er 27 km / 17 mi löng. Á síðustu árum hefur ekki bara reiðhjólamönnum fjölgað, um 1500 rafskútur eru nú til leigu víðsvegar um höfuðborgina, til taks fyrir þá sem vilja fara í styttri og lengri ferðir rafrænt.

Reykjavík  05/08/2021  17:08 100mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0