Hólar í Hjaltadal – Söguupplifun í fallegu umhverfi

Hið forna höfuðból Norðurlands, Hólar í Hjaltadal, hefur rótgróin stað í minni þjóðarinnar. Í gegnum hina ýmsu sögulegu atburði sem tengjast Hólum, hefur þetta forna biskupssetur, sem nú hýsir háskóla, sannarlega markað spor í sögunni.

HolarEn það er ekki aðeins sagan sem dregur fólk að Hólum í Hjaltadal. Fyrir það fyrsta er þetta með eindæmum fallegur staður, umkringdur skógivöxnum hlíðum. Þar má hins vegar einnig finna fyrirtaks gistiaðstöðu, hvort sem óskað er eftir hótelgistingu, svefnpokaplássi eða tjaldaðstöðu. Auk þess hafa Hólar yfir að geyma veitingahúsið Undir byrðunni þar sem finna má rétti úr fyrsta flokks hráefni af svæðinu, undir merki Matarkistu Skagafjarðar. Rétti á borð við Hólableikju og Reyktan lunda úr Drangey.

Vilji maður svo sökkva sér ofan sögu staðarins má skoða dómkirkjuna og reisulegan kirkjuturninn sem hefur orðið að einkennistákni staðarins, sem og Auðunarstofu og torfbæinn Nýjabæ.

Göngustígar eru margir í kringum Hóla en einnig er hægt að fá upplýsingar um lengri göngur um fjöllin í kring og Tröllaskagann. Það væri ekki amalegt að leggja í hresslega göngu og kanna suma af þessum fjölmörgu stígum í kringum Hóla, líta afkastamikla skógræktina, koma svo heim að Hólum, kíkja í sund og enda svo góðan dag í notalegri stemningu á Undir byrðunni.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0