Hreinn Friðfinnsson var fæddur á Bæ í Dalasýslu árið 1943, og lést fyrr á þessu ári í Amsterdam, þar sem hann hafði búið í hálfa öld og ári betur. Hann var einn af risunum í íslenskri myndlistarsögu. Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi stendur nú yfir sýninging Endrum og sinnum, þar sem sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson fer yfir ferilinn frá upphafi til loka með verkum úr safneign. Í listsköpun sinni vísar Hreinn í hugmyndir um stöðu mannsins gagnvart tímanum og eilífðinni með hversdagslegri, jafnvel ljóðrænni nálgun. Hann er og var mikil hvatning til ungra listamanna, og þessi sýning mun halda þeim innblástri áfram, í einfaldleika listar Hreins, sem var svo hrein og jafnframt margræð.
Reykjavík 28/09/2024 : A7CR, A7R IV – FE 1.8/20mm G, FE 1.4/35mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson