Allt fer í hring. Hrekkjavaka eða Halloween er orðin ansi stór á Íslandi. Börn, og fullorðnir klæða sig upp, fara í búning. Hrekkja mann og annan, skreyta hús og híbýli. Þessi keltneski siður frá Írlandi og Skotlandi, þar sem maður fangaði því að uppskeran var komin í hús, síðasta dag október mánaðar, daginn áður en veturinn gengur í garð daginn eftir, fyrsta nóvember. Siðurinn fluttist vestur um haf með keltunum, og stækkaði mjög. Varð eins konar menningar útflutningur, sem hefur fest sig sessi, og bara stækkað. Icelandic Times / Land & Saga tók hús á Ásgrímssafni, Listasafns Íslands, þar sem list og hrekkur réðu ríkjum. Mörg hundruð manns mættu á svæðið til að upplifa, hrekkja og gleðjast að fá að vera tungl, norn eða bara api, áður en veturinn gengur í garð.
Reykjavík 31/10/2024 : A7R IV – FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson