Eldgosið á Fimmvörðuhálsi, milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls árið 2010

Hringvegurinn lokaður

Hringvegur 1, milli Víkur í Mýrdals og Kirkjubæjarklausturs í Vestur-Skaftafellssýslu er lokaður vegna flóða. Það er óhemju mikið vatn sem kemur nú úr Mýrdalsjökli, vegna hræringa undir jöklinum. Það flæðir vatn yfir veginn, og hefur skemmt hann á um eins kílómetra löngum kafla, við ána Skálm. Þetta er fjórða stóra flóðið úr Mýrdalsjökli frá því Katla gaus síðast stóru gosi árið 1918. Vegagerðin hefur hafið viðgerð á veginum. Þótt Mýrdalsjökull hafi ekki gosið í hundrað og sex ár, hafa tvö eldgos verið á svæðinu, bæði árið 2010, þegar gaus í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Það eru fá eldfjöll sem eru eins vel vöktuð af Veðurstofu Íslands og Katla. Því þegar hún fer á stað, verður stórt gos, mjög stórt, sem mun hafa áhrif um allt land. 

Eldgosið í Eyjafjallajökl
Gosið í Eyjafjallajökli fyrir fjórtán árum
Drónamynd frá Vegagerðinni, yfir flóðið hjá Skálm sem lokar Hringvegi 1

Vestur-Skaftafellssýsla 28/07/2024 : CW503, SWC905
Ljósmyndir (og frá Vegagerðinni)  & texti : Páll Stefánsson