Heimili Hrafns Gunnlaugssonar

Hús andans manna

Hlið við hlið í fjörukambinum á Laugarnesinu í Reykjavík standa tvo sérstæð hús, tveggja andans manna. Syðra húsið er heimili Hrafns Gunnlaugssonar (f: 1948) kvikmyndaleikstjóra, þekktastur fyrir myndina Hrafninn Flýgur. Nyrðra húsið er nú safn með verkum Sigurjóns Ólafssonar (1908-1982) en hann er einn af okkar fremstu myndhöggvurum, og einn af brautryðjendum abstraktlistar á Íslandi. Byggingarnar standa á opnu óbyggðu svæði, sem er mikið notað til útivistar, enda einstaklega falleg að horfa þarna af Laugarnesinu yfir sundin blá, að Viðey og Esjunni. Í vesturátt er það Örfirisey sem lokar sjóndeildarhringnum, meðan Sæbrautin og Borgartúnið með sínu skrifstofubyggingum við sjávarsíðuna búa til borgarlandslag í fjarska. Þarna, er það kyrrðin og list-andinn sem ráða ríkjum. 

Nærmynd af heimili Hrafns Gunnlaugssonar
Sólpallurinn hjá Hrafni
Stutt milli húsa, horft úr garði Hrafns Gunnlaugssonar að Safni Sigurjóns Ólafssonar
Ferðamaður á Laugarnesinu
Þessir komnir langt að, búa nú hjá Hrafni
Verk eftir Sigurjón Ólafsson

Reykjavík 21/05/2024 : RX1R II, A7C R – 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0