Hús í hvaða stærð sem er

Rammahúsin frá BYKO eru hagkvæmur kostur fyrir sveitarfélög, ferðaþjónustuna og einstaklinga

Rammahús eru hús sem byggð eru upp á römmum sem eru að hluta til forsniðnir og settir saman í Lettlandi, segja þeir Magnús H. Ólafsson arkitekt og aðalhönnuður rammahúsakerfis BYKO og Kjartan Long verkefnisstjóri hjá BYKO. Rammarnir eru síðan fluttir hingað til lands og reistir á þeim stað sem húsið á að standa. Eftir það tekur við hefðbundin vinna við klæðningar eins og um venjulegt timburhús væri að ræða.

Það er óhætt að segja að rammahúsin frá BYKO séu hagkvæmur valkostur fyrir ferðaþjónustuaðila, einstaklinga sem vilja byggja sér lítið einbýlishús – nú eða sveitarfélög sem líða fyrir húsnæðisskort. Í fyrsta lagi er hægt að velja rammahús í hvaða stærð sem er, fyrir nánast hvaða þarfir sem er. Í öðru lagi fá viðskiptavinirnir allan pakkann tilbúinn, það er að segja aðalhönnun, samþykktar bygginganefndarteikningar og burðarþolsteikningar.

DSC_0176Lítill sem enginn ófyrirséður kostnaður

„Þú veist nákvæmlega hvað þú færð í pakkanum,“ segja Magnús og Kjartan, „og honum fylgir lítill sem enginn ófyrirséður kostnaður. Þú þarft ekki að leita að hönnuðum eða bíða eftir leyfum í alls kyns stofnunum, heldur geturðu fengið allt á sama stað – þannig að þetta er hagkvæmur kostur.“

BYKO hóf sölu á Rammahúsunum í fyrra og hefur síðan selt fjölda húsa. En síðastliðið vor var sett ný byggingareglugerð. „Þá uppfylltu gömlu húsin ekki nýju byggingareglugerðina,“ segir Magnús, „en í stað þess að fara að reyna að fá undanþágu fyrir hvert hús, var húsið endurhannað. Í dag eru öll húsin sem við seljum hönnuð og byggð samkvæmt nýju byggingareglugerðinni.“

IMG_5390Hertar kröfur

Magnús og Kjartan segja mun meiri einangrunarkröfur gerðar í nýju byggingareglugerðinni. „Þar er líka kveðið á um sverari stoðir og sperrur, sem og efnismeiri burðargrind en áður var. Vegna þessara krafna eru húsin 45 cm. breiðari en áður var. Að öðru leyti er uppbyggingin alveg sú sama.“

Til að byrja með snerist hönnun BYKO um frístundahús vegna þarfa ferðaþjónustunnar. Magnús og Kjartan segja það hafa gengið vel. „Ferðaþjónustuaðilar hafa keypt af okkur módeleiningar – sem hafa komið í staðinn fyrir gámahús.“ Magnús segir byggingareglugerð hins vegar ekki lengur gera greinarmun á byggingu frístundahúss og íbúðarhúss. „Ég tók mig því til og hannaði íbúðarhús, annars vegar tveggja herbergja, hins vegar þriggja herbergja. Minnsta húsið sem við bjóðum er 71.2 fm, tveggja herbergja íbúðarhús og ef þú ferð upp í 3ja herbergja ertu kominn upp í 90.9 fm.

Þegar við byrjuðum á þessu setti ég á blað 24 mismunandi stærðir í sýningarbæklinga en flest þeirra húsa sem við höfum selt hafa verið eftir staðlaðri teikningu. Kerfið býr yfir miklum fjölbreytileika og möguleikum á að uppfylla óskir og þarfir viðskiptavinanna.“

IMG_6047Hægt að stækka

Aðspurðir hvort hægt sé að byggja sér lítið hús og stækka það svo smám saman með stækkandi fjölskyldu, segja Magnús og Kjartan: „Með ákveðnum tilfærslum væri ekkert mál að byrja lítið og stækka það síðar. En þessi hugmyndafræði með litlu íbúðarhúsin snýr frekar að þeim sveitarfélögum sem eru í húsnæðiseklu. Það er ekkert vandamál fyrir heimaverktaka að kaupa svona pakka. Við erum ekki að selja fullbúin hús, heldur hönnunina og efnið í þau. Við erum ekki að ganga inn á verksvið iðnaðar- og verkamanna í héraði, heldur erum við að skapa fyrir þá vinnu. Húsin eru því atvinnuskapandi heima í héraði.“

IMG_5954Þess má geta að eitt af Rammahúsunum er til sýnis uppsett og innréttað hjá BYKO í Kópavogi. Einnig er nýútkominn bæklingur með húsunum og síðast en ekki síst skal áhugasömum bent á heimasíðuna
[email protected]

Símanúmer BYKO 515-4000