Ekki er hægt að finna neinar opinberar tölur yfir fjölda fossa á Íslandi. En áætlanir gefa til kynna að hér megi finna allt að 10.000 fossa, stóra og smá. Þegar ekið er suður og austur frá Reykjavík eftir Hringvegi 1, er fyrsti alvöru fossinn sem komið er að Seljalandsfoss undir Eyjafjöllum, 125 km / 77 mi frá höfuðborginni. Rétt norðan við hann er ekki síðri foss, Gljúfrabúi í Gljúfurá sem fellur 40 metra niður í djúpa gjá, hálfgerðan helli. Kletturinn sem lokar fossin af heitir Franskanef. Það er mögnuð tilfinning að vaða ánna og komast inn í hellinn til að bera fossinn augum, eins og á þessari mynd. Lengi vel var talið að klettarnir við fossinn væru bústaðir huldufólks, en ég varð ekki var við neina nema ferðamenn í stuttu stoppi á austurleið í sólina og hitann þar.
Hamragarður 21/07/2021 17:18 20mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson
Myndin : Fossinn Gljúfrabúi í landi Hamragarða.