Horft af Skógarströnd norður yfir Hvammsfjörð yfir á Fellsströnd í fallegri haustbirtu.

Hvar eru fallegustu haustlitirnir?

Nú í lok september byrjun október eru haustlitirnir hvað fallegastir í íslenskri náttúru. Og hvert á maður þá að fara? Fyrstu staðirnir sem koma upp í hugan eru Þingvellir og Þórsmörk á suðurlandi. Á vesturlandi er það Grábrókarhraun, Húsafell, og Skógarströnd, þar sem myndin er tekin. Fyrir norðan er það Fnjóskadalur, Mývatnssveit og Ásbyrgi. Fyrir austan er það Fljótsdalshérað með Hallormsstaðaskógi, og Skaftafell í Vatnajökulsþjóðgarði. Akureyri er sá þéttbýlisstaður þar sem haustlitirnir eru hvað fegurstir. Í Reykjavík er Laugardalurinn og Heiðmörk rétt utan við höfuðborgina, þau svæði sem bjóða upp á hvað mesta haustlitadýrð.

Dalasýsla 06/10/2020 13:10 : RX1R II : 2.0/35
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0