Horft af Skógarströnd norður yfir Hvammsfjörð yfir á Fellsströnd í fallegri haustbirtu.

Hvar eru fallegustu haustlitirnir?

Nú í lok september byrjun október eru haustlitirnir hvað fallegastir í íslenskri náttúru. Og hvert á maður þá að fara? Fyrstu staðirnir sem koma upp í hugan eru Þingvellir og Þórsmörk á suðurlandi. Á vesturlandi er það Grábrókarhraun, Húsafell, og Skógarströnd, þar sem myndin er tekin. Fyrir norðan er það Fnjóskadalur, Mývatnssveit og Ásbyrgi. Fyrir austan er það Fljótsdalshérað með Hallormsstaðaskógi, og Skaftafell í Vatnajökulsþjóðgarði. Akureyri er sá þéttbýlisstaður þar sem haustlitirnir eru hvað fegurstir. Í Reykjavík er Laugardalurinn og Heiðmörk rétt utan við höfuðborgina, þau svæði sem bjóða upp á hvað mesta haustlitadýrð.

Dalasýsla 06/10/2020 13:10 : RX1R II : 2.0/35
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson