Í góðum málum?

Á Hringborði norðurslóða / Arctic Circle stendur nú yfir í Reykjavík, er engin lognmolla. Það sem er gleðjandi að fjöldi ungs fólks, frumbyggjar norðurslóða frá Alaska til Alta í Noregi koma til Íslands að vekja athygli á aðstæðum og framtíð norðurslóðamála. Mörg jákvæð teikn á lofti, eins og að tungumál frumbyggja er í meiri metum, betri málum en hefur verið lengi. En áhyggjurnar eru margar, eins og Dan Vandal, ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í ríkisstjórn Kanada sagði á ráðstefnunni í dag;  „Hlýnun er þrisvar sinnum hraðari á norðlægari slóðum en þeim suðlægari. Á norðurslóðum eru byggðir á ströndum Norðuríshafsins að missa land sem hefur þau áhrif að byggingar þeirra falla í sjó fram. Sífreri í jörðu á þessum slóðum er að þiðna sem breytir alveg búsetuskilyrðum. Margar byggðir frumbyggja í Kanada hefur þurft að flytja til vegna þessara miklu hamfara“. Dan Vandal segir gríðarlega mikilvægt að efla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum og Hringborð norðurslóða kjörinn vettvang til þess. Ennfremur sagði hann að það væri ávinningur að norðurskautsríkin komi saman, því eins og skógareldarnir í norður Kanada, urðu til mikils ama fyrir fólk ekki bara í Kanada, heldur líka suður í Bandaríkjunum. „Ég hef trú á því að við getum lagt okkar af mörkum til að stöðva loftslagsbreytingar. Þess vegna erum við öll  hér.

Frá Fairbanks í Alaska, sem liggur akkúrat á sömu breiddargráðu og Reykjavík… frábær ráðstefna, og birtan hér, auðvitað sú sama og heima

Gestir speglast í lofti Hörpu

Sannkallað ekta íslenskt haustveður hefur glatt ráðstefnugesti

Þær koma frá Alta í Finnmörku

Hún kemur alla leið frá Nome við Beringssund

Margt fólk, fyrirlesarar frá 70 löndum, sannkölluð alþjóðleg ráðstefna

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson

Reykjavík 20/10/2023 –  A7RIII, A7R IV : FE 1.4/85mm, FE 1.4/24mm GM