Horft austur Hafnarstrætis frá enda götunnar við Aðalstræti

Í miðjum miðbænum

Líklega hefur engin gata í Reykjavík, gengið í gegnum jafn miklar breytingar og Hafnarstræti í kvosinni síðustu 150 árin. Þegar gatan fær sitt núverandi nafn árið 1848, frá því að vera nefnd Reipslagarabraut og Strandgata, er gatan í fjörukambinum í Reykjavíkurhöfn. Í götunni voru þá verslanir og pakkhús, mikið líf. Í dag eru tvær götur, Tryggvagata og Geirsgata milli Hafnarstrætis og Reykjavíkurhafnar, og stór hluti suðurhliðar götunnar stendur nú tómur, eftir að Landsbanki Íslands flutti höfuðstöðvar sínar úr Austurstræti / Hafnarstræti, í nýtt húsnæði nokkur hundruð metra nær höfninni. Miklar endurbætur hafa átt sér stað undanfarin ár í austurenda götunnar, enda var sá hluti götunnar orðin niðurnýddur. Við Hafnarstræti stendur einn elsti veitingastaður landsins Hornið, stofnaður árið 1979, veitingastaðurinn sem sérhæfir sig í ítalskri matargerðarlyst, enn í eigu sömu fjölskyldunnar, 55 árum síðar. Icelandic Times / Land & Saga hélt niður í miðbæ, til að þefa upp stemminguna í Hafnarstræti. 

Landsbankabyggingin stendur tóm
Hornið á horni pósthússtrætis og Hafnarstrætis
Hafnarstræti árið 1902
Hafnarstræti árið 1905
Horft í austur að Hafnartorgi
Verslunin Edinborg í Hafnarstræti, skreytt vegna konungskomunnar árið 1907

Reykjavík 17/04/2024 : A7RIV, RX1R II –  2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0