Í þágu þjóðar
 
 Landsvirkjun var stofnuð árið 1965 af ríkinu og Reykjavíkurborg og átti hvort um sig helming í nýja fyrirtækinu. Hlutverk Landsvirkjunar þá var að framleiða rafmagn fyrir Suður- og Vesturland og byggja virkjanir. Eigendurnir lögðu til stofnfé sem var Sogsvirkjun, gufuaflstöðin í Elliðaárdal, fjármunir og virkjunarréttindi í Þjórsá.
 landsvirkjun icelandic timesÁður en Landsvirkjun kom til sögunnar var virkjað í Sogi á Suð- Vesturlandi. Hver áfangi þá kostaði átak og opinbert fé því stöðvarnar voru reknar með þeirri samfélagslegu hugsun að neytendur greiddu einungis sem samsvaraði rekstrarkostnaði en ekkert var lagt fyrir til að fjármagna frekari uppbyggingu. Því þurfti opinbert fé í hvern stækkunaráfanga á tímum ört vaxandi eftirspurnar.
 Hugsunin að baki stofnun Landsvirkjunar var að reka raforkukerfið og byggja virkjanir út frá viðskiptasjónarmiði. Fyrirtækið átti að hafa fjárhagslega getu og nægilega traustan rekstur til að standa fyrir frekari uppbyggingu af eigin rammleik. 
akureyri icelandic times IMG_3046 Árið 1983 keypti Akureyrarbær sig inn í Landsvirkjun með þeim hætti að Akureyrarbær og ríkið lögðu Landsvirkjun til Laxárvirkjun. Þá varð eignarskiptingin þannig að íslenska ríkið átti 50% hlut, Reykjavíkurborg 45% og Akureyrarbær 5%.
 Á sama tíma (1983) yfirtók Landsvirkjun byggðalínu og ýmis verkefni frá RARIK. Hlutverk Landsvirkjunar var að sjá landinu öllu fyrir rafmagni. Landsvirkjun lauk hringtengingu byggðalínunnar og þar með var landið orðið eitt raforkukerfi, í stað margra sjálfstæðra kerfa áður. Árið 1986 keypti Landsvirkjun Kröfluvirkjun sem þá var rekin með einni 30 MW aflvél. Uppsetning seinni vélarinnar í Kröflu hófst 1996 og vélin var gangsett í nóvember 1997.
 BurfellBúrfellsvirkjun (nú 270 MW) var fyrsta stórframkvæmd Landsvirkjunar. Hún var tilbúin á árunum 1969 og 1970. Þessi virkjunarkostur var hagkvæmur vegna þess að hann nýttist að stórum hluta fyrir ÍSAL en annaði jafnframt aukinni raforkuþörf samfélagsins. Til langs tíma litið var þetta hagkvæm virkjun en dýr og því þurfti að vera vissa fyrir mikilli nýtingu frá upphafi og það tryggði stóriðjan. Með þessari framkvæmd var ekki einungis byggð stór virkjun heldur fluttist með henni mikil þekking inn í landið sem hefur svo nýst við síðari  framkvæmdir. Nú þurfum við í æ minna mæli að sækja sérfræðiþekkingu erlendis þegar kemur að virkjunarmálum, enda eru Íslendingar farnir að senda fólk út í heim til ráðgjafar í þeim efnum.
 Næstu virkjanir sem Landsvirkjun byggði voru Sigölduvirkjun (150 MW) 1978 og Hrauneyjafossvirkjun (210 MW) 1982. Á þeim árum var orkuskortur og Járnblendifélagið hóf starfsemi svo mikil þörf var fyrir aukna raforkuframleiðslu.
f5c7407ef388269 Framkvæmdir við Blönduvirkjun (150 MW) hófust árið 1982, ekki síst vegna áhuga stjórnvalda. Þeim var frestað fljótlega enda var ekki í sjónmáli að ný stóriðja kæmi til sögunnar og orkuspár sem gerðar höfðu verið reyndust rangar eins og reyndar víða um heim á þessum árum.
 
 
steingrimstodpdf9-5_6burfellpdf9-5_5 Frá byggingu Steingrímsstöðvar
 í Soginu.
 
Blanda var loks tekin í notkun 1991 en eftir byggingu Blöndu bjó raforkukerfið yfir umframgetu. Þessi umframgeta var notuð til að örva raforkunotkun með því að bjóða sérkjör til loðnubræðslna, garðyrkjubænda og fleiri.
 Úr þessu rættist svo á árunum 1996 – 2000 en þá voru gerðir þrír stóriðjusamningar: Stækkun hjá ÍSAL og Járnblendifélaginu og bygging nýs álvers Norðuráls sem einnig var stækkað í kjölfarið. Þetta þýddi 60% aukningu á rafmagnsframleiðslu Landsvirkjunar á fimm árum. Þær framkvæmdir sem í kjölfar þessara samninga fylgdu lyftu samfélaginu úr atvinnuleysi og efnahagslægð.
 Í árslok 2006 keypti ríkið helmingshlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og frá 1. janúar 2007 varð Landsvirkjun sameignarfélag að fullu í eigu ríkisins. Á sama tíma gengu í gildi ný lög um fyrirtækið.