Innsýn, útsýn - Listasafn Íslands í 140 ár

Innsýn í listheiminn

Lýðveldið Ísland varð áttatíu ára í ár. Listasafn Íslands er afturámóti 140 ára, stofnað af Birni Bjarnasyni sýslumanni Dalamanna í höfuðborg Íslands, Kaupmannahöfn árið 1884. Í upphafi var kjarninn í safninu gjafir frá íslenskum og dönskum listamönnum. Nú var að opna sýningin Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár. Þar má sjá hátt í tvöhundruð listaverk eftir um hundrað listamenn, rjómann af okkar listsköpun í tæpa eina og hálfa öld. Eins og segir í sýningarskrá, er sýningunni er skipt upp í fjóra hluta sem eru:  samfélag; myndir af manneskjum; Form, línur, litir og maður og náttúra. Þessi fjögur þemu skarast vitaskuld en verk listamanna sem horfa út – á landið, nánasta umhverfi, samfélagið eða heiminn allan – veita gjarnan nýja sýn sem leiðir til sjálfsuppgötvunar einstaklinga og samfélags. Að sama skapi má segja að þeir listamenn sem horfa í verkum sínum inn á við, í könnun á sjálfinu, sögu eða menningararfi, opni um leið sýn út á við; víðari heimsmynd. Sýninging í höfuð listasafni landsins, er bæði vel heppnuð, og gefur okkur stóran glugga inn í forvitnilegan heim, listaheiminn sem er staðsettur á Fríkirkjuvegi 7, í Reykjavík. 

Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár
Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár
Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár
Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár
Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár
Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár

Reykjavík 17/10/2024 :  A7R IV – FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0