Íslandsmet; 23 dagar með hita yfir 20°C

Í dag er verið að jafna Íslandsmet, en í 23 daga hefur hitinn mælast yfir 20°C / 68°F einhvers staðar á landinu, sem er jöfnun á meti frá því í ágúst 2012. Á morgun er spáð því að hitinn fari yfir tuttugu gráður í Ásbyrgi (mynd), en mestu hlýindin undanfarið hafa einmitt verið á Norðaustur og Austurlandi. Hitinn um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var 24°C / 75°F einmitt þar. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er ekkert lát er hlýindum þarna, en næstu fimm daga fer hitinn á þessum betri helmingi landsins vel yfir 20°C gráðurnar. Mestur hiti sem mælst hefur á Íslandi var á Teigarhorni í Berufirði, þann 22 júní 1939, 30,5°C / 87°F, en einungis fjórum sinnum hefur hiti farið yfir 30°C á Íslandi, síðast á Hvanneyri í Borgarfirði 11 ágúst 1997.. 

Ásbyrgi 24/06/2021  03:50 135mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0