Dagur íslenskrar tungu er haldin hátíðlegur á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845)  þann 16. nóvember ár hvert. Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var með lærðustu mönnum síns tíma. Hann var með guðfræðipróf, stundaði nám í lögfræði og lauk síðar prófi í náttúruvísindum, allt frá Kaupmannahafnarháskóla. Jónas fór margar í rannsóknarferðir um landið til að rannsaka náttúrhætti. Auk vísindastarfa var Jónas virkur í útgáfu tímaritsins Fjölnis, hann orti fjölmörg kvæði, samdi sögur og þýddi erlend skáldverk á íslenska tungu. Jónas var mikilvirkur nýyrðasmiður og næmi hans og virðing fyrir íslenskunni gerði honum kleift að tjá hugsanir sínar á einstakan hátt. Þegar Jónas fæðist búa á Íslandi 46.750 manns, nú búa hér tæplega 400 þúsund einstaklingar, ætla má að rúmlega 330.000 þúsund tali íslensku dagsdaglega. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands eru gefnar út sex bækur á ári á hverja þúsund íbúa, eða um 1.600 bækur á ári, eða 4,3 bækur á dag, allan ársins hring. Er það ekki nokkuð gott?

Í ár fékk Áslaug Agnarsdóttir þýðandi Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, en hún hefur á undanförnum áratugum fært okkur Íslendingum sögur og ljóð af rússnesku. Meðal höfunda sem hún hefur þýtt eru Lev Tolstoj, Alexander Púshkín, Fjodor Dostojevskíj  og Marínu Tsvetajevu. Kynnt okkur rússneska menningu á hreinni og tærri íslensku, í anda Jónasar. Dagur íslenskrar tungu er einn af 12 opinberum fánadögum í lýðveldinu.

Heilsað upp á afmælisbarnið Jónas Hallgrímsson í Hljómskálagarðinum

Í bókabúð á Degi íslenskrar tungu. En það koma út 4,3 bækur á dag á Íslandi

Bíll til sölu á Degi íslenskrar tungu í austurborg Reykjavíkur

Er bjart framundan með íslenskuna, eða er sólin á setjast. Þetta vestnorræna örtungumál að kveðja. Ætli Jónas viti það þegar hann horfir á hádegis sólina á afmælisdaginn.

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 16/11/2023 – A7R IV : FE 2.5/40mm G