Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands eru 51.865 hross á Íslandi. En íslenski hesturinn, tegund sem kom hingað með landnámsmönnum hingað fyrir tæpum 1200 árum, er einstakt hrossakyn. Náskylt norska lynghestinum, en ættaður í langfeðratali austan frá Mongólíu. Íslenski hesturinn er óvenju sterkbyggður, heilsuhraustur, þrautseigur og veðurþolinn. Þekktur fyrir sínar fimm ólíku gangtegundir. Þegar ferðast er um landið, sumar sem vetur, er hann oft eina dýrið sem verður á vegi manns, hér eru nokkur augnablik af íslenska hestinum í íslenskri vetrarnáttúru.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Ísland 18/12/2023 – A7R IV : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135 GM