Íslenskir Fjallaleiðsögumenn

Fagfólk í fjallaferðum

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa sanna ást á fjöllum en þeim hefur, ólíkt útlögum fyrri tíma, tekist að finna ástríðu sinni löglegan farveg. Þetta ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki fer árlega með fjölda ferðamanna um óbyggðir og skila þeim heilluðum heim.

_MG_4083

206684_5217048282_4701_n
Arnar Már Ólafsson

„Útvist og fjallamennska er okkur í blóð borin,“ segir Arnar Már Ólafsson markaðsstjóri. „Við erum í þessu af lífi og sál. Stofnendur fyrirtækisins höfðu fyrst og fremst áhuga á að hafa atvinnu af sinni ástríðu og tuttugu árum síðar er þetta stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða með tæplega þrjátíu manns í vinnu á skrifstofu og yfir háannatímann á sumrin margfaldast starfsfólkið þegar leiðsögumenn, bílstjórar, eldhúsbílafólk og fleiri koma til starfa. Nú er þetta heilsársstarfssemi og vöruúrvalið eykst stöðugt. Stofnendurnir eru flestir enn innanborðs og við höfum alltaf haft upplifun ferðamannsins og virðingu fyrir náttúru og umhverfi að leiðarljósi í öllu sem við gerum.“

Ellert Gretarsson_MG_3950Fyrsta flokks þjálfun

Metnaður er mikill innan fyrirtækisins og leiðsögumenn eru sérþjálfaðir til að takast á við allar aðstæður er upp kunna að koma á fjöllum.

„Við erum með þjálfunarprógramm fyrir jöklaleiðsögumenn sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi,“ segir Arnar. „Þeir eru sérþjálfaðir, enda veitir ekki af þar sem það er orðið heilsársstarf. Við höfum sótt til Nýja-Sjálands, þeirra þekkingu og reynslu og aðlagað að okkar aðstæðum. Á hverju vori koma fulltrúar frá þeim og halda hér námskeið og próf fyrir okkar leiðsögumenn. “

OLYMPUS DIGITAL CAMERATímarit ferðaðist yfir hálfan hnöttinn

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa kynnt starfsemi sína í gegnum tímaritið Icelandic Times og komist að því að það borgar sig.

„Við fengum eitt sinnn til okkar ferðalang sem starfar í bandarískri herstöð í Mið-Austurlöndum. Hann býr þar lengst úti í eyðimörk en fær góð frí sem hann notar til að ferðast um heiminn. Hann hafði ákveðið að fara til Norðurlanda þegar vinur hans sem hafði komið til Íslands sendi honum eintak af Icelandic Times sá hann umfjöllun um okkur og ákvað að koma. Hann keypti síðan nokkrar dagsferðir út frá Reykjavík og naut dvalarinnar einstaklega vel. Þetta var merkilegt ekki síst fyrir það að tímaritið ferðaðist um hálfan hnöttinn til hans.“

Arnar mar val (26)Það eru ekki mörg ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi sem hafa hlotið jafnmörg verðlaun fyrir starf sitt og Íslenskir Fjallaleiðsögumenn. Þeir hafa fengið viðurkenningu fyrir starfsmenntun, umhverfisvernd, vöruþróun og frumkvöðlastarfsemi. Engann þarf því að undra að starfsfólk þessa metnaðarfulla fyrirtækis er stolt af þeim orstír sem það hefur áunnið sér.

20090613-16_Level 1_jgj-161

Íslenskir fjallaleiðsögumenn
Mountainguides
Vagnhöfða 7 • 110 Reykjavik
+354 587 9999
[email protected]
www.fjallaleidsogumenn.is

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0