Í 66 ár, eða síðan árið 1956 hefur íþróttamaður ársins verið valin á Íslandi. Í ár, annað árið í röð var það handboltamaðurinn og landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon sem leikur með þýsku meisturum í Magdeburg sem vann, og það með yfirburðum. Fékk hann 615 stig, næst á eftir var knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilar með Bayern München í Þýskalandi með 276 stig. Í þriðja sæti var handboltakappinn Gísli Þorgeir Kristjánsson með 273 stig, en hann er liðsfélagi Ómars Inga hjá Magdeburg.
Handknattleiks lið Vals, var valið lið ársins, Þórir Hergeirsson þjálfari kvennalandsliðs Noregs og núverandi heims- og evrópumeistara, var valinn þjálfari ársins, og frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir sem komst í úrslit á Ólympíuleikunum í Sydney í 400 metra grindahlaupi, var valin í heiðurshöll Íþróttasambands Íslands.
29/12/2022 : A7R IV : FE 1.4/85mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson