Við íslendingar eigum, og höfum átt marga framúrskarandi ljósmyndara. Myndasmiðir sem hafa fangað fólk, atvinnulíf, landslag, borgarlandslag, atburði, viðburði og gömul epli . Seinni ár hafa margir ljósmyndarar haslað sér völl sem myndlistarmenn með myndavél. Skilin eru oft óljós, hvað er mynd eða Mynd. Hvort viðkomandi er myndlistarmaður, eða bara ljósmyndari. Á Gerðarsafni í Kópavogi er sýningin Venjulegir staðir, þar sem Ívar Brynjólfsson leikur aðalhlutverk í áhugaverðri sýningu, þar sem leikendurnir, Emma Heiðarsdóttir, Haraldur Jónsson, Joe Kays, Kristín Sigurðardóttir, Lukas Kindermann, Ragnheiður Gestsdóttir leika misstór hlutverk undir stjórn Brynju Sveinsdóttur og Hallgerðar Hallgrímsdóttur. Áhugaverð ljósmyndasýning með góðum leik. Önnur áhugaverð sýning er í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en þar sýnir finnski  ljósmyndarinn Anni Kinnunen. Þar notar myndasmiðurinn myndavélina sem upptökutæki, tekur sjálfsmyndir. En það er ekki myndavélin sem býr til ljósmyndirnar, heldur listamaðurinn sem skapar þær. Það á líka við á sýningunni í Gerðarsafni í Kópavogi. Því það skemmtilega við ljósmyndun er að það er ekkert rétt eða rangt, bara misgott. 

Flóttinn mikli, sýning Anni Kinnunen á Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Flóttinn mikli, sýning Anni Kinnunen á Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Venjulegir staðir, Gerðarsafni

Venjulegir staðir, Gerðarsafni

Venjulegir staðir, Gerðarsafni

Gerðarsafn Kópavogi

Reykjavík 16/01/2024 – A7C : 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson