Jæja er komið að gosi?

Jæja er komið að gosi?

Á síðasta sólarhring hafa um 2500 jarðskjálftar mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus á síðasta ári. Sú breyting frá því í gær að skjálftarnir mælast nú á mun minna dýpi en í gær, en þeir eru nú á einungis á 2 til 3 km dýpi, sem þýðir að kvikan / hraunið hefur brotið sér leið mun nær yfirborðinu. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands, en það er jarðvá deild stofnunarinnar sem fylgist með jarðhræringum á Íslandi, að virknin þarna á Reykjanesinu komi í hviðum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna þessarar miklu jarðskjálftahrinu, og gulur flugveðurkvóti settur á, enda er bæði alþjóðaflugvöllurinn í Keflavík og innanlandsflugvöllurinn í Reykjavík ekki svo langt frá Fagradalsfjalli.

Kort frá Veðurstofu Íslands yfir skjálfta síðustu klukkustundir
Horft yfir hraunbreiður Reykjanesskagans í átt að Fagradalsfjalli frá Hafnarfirði nú í morgun. Fjallið Keilir rís upp úr hrauninu örlítið til vinstri, og lágt Fagradalsfjall er hægra megin við Keili.
Frá eldgosinu í Fagradalsfjalli á síðasta ári

Reykjanes 31/07/2022 : A7R III RX1R II : FE 200-600 G, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson