Janúar var bjartur og kaldur

Janúar var bjartur og kaldur

Síðastliðin janúarmánuður var óvenju kaldur, og sá kaldasti á landsvísu á þessari öld. Meðalhitinn í Reykjavík var -1.8°C sem er -2.5°C gráðum kaldara en meðaltal síðustu 30 ára. Annað sem er óvenjulegt að það var einni gráðu kaldara í Reykjavík, en fyrir norðan á Akureyri. Meðalhitinn á Höfn í Hornafirði, á suðausturlandi var yfir frostmarki í janúar, eða 0,4°C gráður. En einungis einn annar bær var með meðalhitann í janúar réttu megin við núllið, Vestmannaeyjabær. Alhvítir dagar í höfuðborginni voru 22, sem er 10 dögum meira en í meðalári. Sólskinsstundir á Akureyri voru einungis 180 mínútur allan mánuðin, sem er heilum 4 klukkustundum undir meðallagi. Aftur á móti var janúar bjartur í Reykjavík, en sólskinsstundirnar voru 46,8, sem er 24,3 stundum yfir meðaltali. Aðeins þrisvar á síðustu 250 árum hafa sólskinstundir verið fleiri í Reykjavík. 

Þessi vetur hefur verið mjög sérstakur, og ef við horfum á spánna næstu daga, er spáin ekki góð. Icelandic Times / Land & Saga fór um höfuðborgina í dag til að fanga veðrið, áður en en enn ein lægðin kemur með enn eitt óveðrið til landsins. 

Á leið úr vinnu í stormi og snjókomu við Reykjavíkurhöfn
Dimm él á Sæbraut
Él í Kollafirði, Esjan í bakgrunni
Vel búnir ferðalangar á leið vestur á Granda

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

06/02/2023 : A7R IV : FE 1.4/85mm GM

 

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0