Janúar var bjartur og kaldur

Síðastliðin janúarmánuður var óvenju kaldur, og sá kaldasti á landsvísu á þessari öld. Meðalhitinn í Reykjavík var -1.8°C sem er -2.5°C gráðum kaldara en meðaltal síðustu 30 ára. Annað sem er óvenjulegt að það var einni gráðu kaldara í Reykjavík, en fyrir norðan á Akureyri. Meðalhitinn á Höfn í Hornafirði, á suðausturlandi var yfir frostmarki í janúar, eða 0,4°C gráður. En einungis einn annar bær var með meðalhitann í janúar réttu megin við núllið, Vestmannaeyjabær. Alhvítir dagar í höfuðborginni voru 22, sem er 10 dögum meira en í meðalári. Sólskinsstundir á Akureyri voru einungis 180 mínútur allan mánuðin, sem er heilum 4 klukkustundum undir meðallagi. Aftur á móti var janúar bjartur í Reykjavík, en sólskinsstundirnar voru 46,8, sem er 24,3 stundum yfir meðaltali. Aðeins þrisvar á síðustu 250 árum hafa sólskinstundir verið fleiri í Reykjavík. 

Þessi vetur hefur verið mjög sérstakur, og ef við horfum á spánna næstu daga, er spáin ekki góð. Icelandic Times / Land & Saga fór um höfuðborgina í dag til að fanga veðrið, áður en en enn ein lægðin kemur með enn eitt óveðrið til landsins. 

Á leið úr vinnu í stormi og snjókomu við Reykjavíkurhöfn

Dimm él á Sæbraut

Él í Kollafirði, Esjan í bakgrunni

Vel búnir ferðalangar á leið vestur á Granda

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

06/02/2023 : A7R IV : FE 1.4/85mm GM