Jöklar þekja meira en tíunda hluta Íslands. Stærstur, lang stærstur er Vatnajökull á suðaustur horni landsins. Hann er stærsti jökull heims utan heimskautasvæðanna, rúmir 8000 km2 , Næstur í röðinni er Langjökull 950 km2, örfáum ferkílómetrum stærri en Hofsjökull. Númer fjögur er Mýrdalsjökull sem er tæpir 600 km2 að stærð. Síðan kemur Drangajökull vestur á Ströndum, en hann þekur 160 km2 lands. Aðrir jöklar eru mun minni. Sá minnsti af stóru jöklunum og númer þrettán í röðinni er Snæfellsjökull sem er um 3 ferkílómetra stór. Frá 1995, í tæp 30 ár hefur Vatnajökull rýrnað um næstum því einn og hálfan Snæfellsjökul á ári.
Ísland : 2019/2022 : A7R IV, A7III, RX1R II – FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson