Junius Meyvant performs live on KEXP during Iceland Airwaves.

Júníus Meyvant

kveður Ísland í bili

Tónleikar á KEX Hostel miðvikudaginn 31. Ágúst

Tónlistarmaðurinn góði Júníus Meyvant heldur í tónleikaferð til Evrópu ásamt fríðu föruneyti síðar í vikunni og mun hann kveðja landið með einlægum tónleikum í Gym & Tonic á KEX Hostel á miðvikudaginn, 31. ágúst. Vestmannaeyingurinn Júníus sem heitir réttu nafni Unnar Gísli Sigmundsson sendi í fyrra frá sér sína fyrstu þröngskífu og vakti hún mikla lukku hérlendis sem og í Skandinavíu. Júníus var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besti söngvari ársins í fyrra og hlaut einnig tilnefningu fyrir besta lagið. Júníus var einnig iðinn við tónleikahald á Íslandi sem og á erlendri grundu í fyrra og mun ekki slá slöku við í ár.

Júníus er einn þeirra sem fengu styrk úr Tónlistarferðasjóð KEX Hostel í byrjun sumar og er hann því í hópi með Sísý Ey, Gyðu Valtýsdóttur, Antimony og Zhrine.
Fyrsta breiðskífa Júníusar kom út 8. júlí síðastliðin og hefur fengið einróma lof allra sem hlýtt hafa. Útgáfu hennar var fagnað með miklum bravúr síðastliðið laugardagskvöld.

Smáskífan við lagið Neon Experience er með vinsælli lögum á landinu í dag og má sjá myndband við lagið hér:

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og er frítt inn og verður fólk að mæta tímalega til að tryggja sér sæti. Tónleikarnir eru fríkeypis og er takmarkað sætapláss.
Hér eru dagsetningarnar fyrir tónleikaferð Júníusar.

Dags. Hvar Tónleikastaður

Sep 2 Berlin, DE Privatclub
Sep 3 Gdansk, PO Soundrive Fest
Sep 4 Dresden, DE Sound Of Bronkow Festival
Sep 5 Prague, CZ La Loca
Sep 6 Vienna, AT Chelsea
Sep 7 Munich, DE Ampere
Sep 9 Hamburg, DE Nochtspeicher
Sep 10 Copenhagen, DK Jazzhouse
Sep 12 Aarhus, DK Radar
Sep 14 Groningen, NL Vera
Sep 15 Amsterdam, NL Bitterzoet
Sep 16 London, UK Bush Hall
Sep 17 Bristol, UK Louisiana
Sep 18 Glasgow, UK Broadcast
Sep 19 Manchester, UK Gullivers
Sep 21 Paris, FR La Boule Noir
Sep 22 Brussels, BE Live Europe
Sep 23 Zurich, CH Bogen F
Sep 24 Cologne, DE Cardinal Sessions Festival