Kristján Jóhannsson

Hádegistónleikar – Kristján Jóhannsson ásamt leynigesti.
Þriðjudag 11. nóvember kl. 12

Stórtenórinn Kristján Jóhannsson kemur fram ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara og leynigesti á hádegistónleikum Hafnarborgar þriðjudaginn 2. maí kl. 12. Tónleikarnir bera yfirskriftina Ást og umhyggja. Á efnisskránni eru meðal annars aríur úr óperunni Tosca eftir G. Puccini.
Kristján Jóhannsson hefur skapað sér sess sem einn allra fremsti dramatíski tenór okkar tíma. Hann hóf söngnám um tvítugt við Tónlistarskóla Akureyrar hjá Sigurði Demetz og hélt síðan til Ítalíu til frekara náms í Conservatorio Nicolini í Piacenza hjá Ganni Poggi. Kristján hefur sungið öll helstu hlutverk ítölsku óperubókmenntanna og eru hlutverkin orðin á fimmta tug. Hann hefur sungið í öllum stærstu og vitrustu óperuhúsum heims til dæmis í Metropolitan-óperunni í New York, La Scala í Mílano, ríkisóperunni í Vín, Arena í Verona og Carnegie Hall í New York til að nefna aðeins örfá.
Antonía Hevesi píanóleikari hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg og valið með sér marga af fremstu söngvurum landsins. Hádegistónleikar eru haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund, þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið er opnað kl. 11.30.

Nánari upplýsingar veitir:
Antonía Hevesi, s. 864-2151
Kristján og Antonía munu æfa í Söngskóla Sigurðar Demetz föstudaginn 28. apríl kl. 14

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0