Kvöldganga í Breiðholti – List í almenningsrými
Fimmtudag 17. ágúst kl. 20.00
Myndlistamaðurinn Sara Riel leiðir göngu þar sem skoðuð verða nýleg listaverk í borgarlandslaginu m.a. verk eftir Erró, Ragnar Kjartansson og Theresu Himmer. Veggmynd Söru Riel Fjöður var sett upp 2015 og stendur við Asparfell.
Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Borgarbókasafn bjóða upp á ókeypis kvöldgöngur með leiðsögn í sumar til 17. ágúst.
Gangan hefst við veggmynd Errós á húsinu við Álftahóla 4.
Enginn aðgangseyrir.