Það var landnámsmaðurinn Ásbjörn Özurarson, bróðursonur fyrsta landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar sem nam stór Hafnarfjörð. Nú tólf hundruð árum síðar, sýnir ljósmyndarinn Pétur Thomsen (1973), í Hafnarborg í Hafnarfirði allt annað Landnám. Myndröð, sem Pétur hefur unnið að undanfarin ár, um Mannöldina. Ný ljósmyndaverk þar sem bæði hinn skapandi og rannsakandi eiginleiki ljósmyndunnar er nýttur til að fjalla um áhrif mannsins á jörðina – hvernig maðurinn notar og nýtir land – sem og þau ummerki sem framkvæmdir mannsins skilja eftir sig í náttúrunni. Þarna beinir hann myndavélinni að yfirborði jarðar, sem hefur verið raskað með einum eða öðrum hætti. Myndir sem eru teknar að nóttu með leifturljósi sem afmarkar og gefur dulúðgan tón um yfirvofandi vá. Sterk sýning sem fær okkur til að hugsa fram og aftur í tíma, jafnvel fyrir tíma Ásbjörns Özurarsonar, þegar Ísland var óbyggt mannfólki.
Hafnarfjörður 14/11/2024 : RX1R II, A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson