Frá sýningunni Ef ég væri skrímsli

Landslag & skrímsli

Það er bæði gott og gleðilegt, hve okkar mennarlíf á Íslandi er ótrúlega fjölbreytt. Og það er ekki bara höfuðborgin sem hlúir að því. Út um allt land, eru menningarstofnanir eins og Listasafnið á Akureyri, Skaftfell á Seyðisfirði, Listasafn Reykjanesbæjar i Duushúsum, Listasafn Árnesinga í Hveragerði, Þórbergssetur austur í Suðursveit í Hornafirði, eða Hafnarborg í Hafnarfirði sem gera góðverk, sýna gestum og gangandi strauma og stefnur. Í Hafnarborg eru nú tvær ólíkar en áhugaverðar sýningar. Icelandic Times / Land & Saga kíkti og heillaðist. Sýningarnar eru Ef ég væri skrímsli, einkasýning Sindra Ploder, sem var fyrr í ár tilnefndur listamaður ársins á hátíðinni List án landamæra. Hin sýningin er Landslag fyrir útvalda, þar sem ólíkar hliðar veruleikaflótta eru kannaðar. Sýningarstjórar eru Eva Lín Vilhjálmsdóttir og Odda Júlía Snorradóttir, að feta sín fyrstu skref sem sýningastjórar. Ekki slæmt. Listamennirnir eru, Arna Beth, Fritz Hendrik IV, Margrét Helga Sesseljudóttir, Sól Hansdóttir, Vikram Pradhan, Bíbí Söring og Þrándur Jóhannsson, auk þess sem sýnd eru eldri verk eftir Eirík Smith, Patrick Huse og Sigrid Valtingojer úr safneign Hafnarborgar og Listasafns ASÍ. Og… það er frítt inn í Hafnarborg, nema á þriðjudögum, þegar safnið er lokað.

Inngangurinn að Hafnarborg, í hjarta Hafnarfjarðar
Frá sýningunni Ef ég væri skrímsli
Frá sýningunni Ef ég væri skrímsli
Frá sýningunni Ef ég væri skrímsli

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 22/09/2023 : A7C : FE 1.8/20mm G