Miðja vegu milli Þingvalla og Geysis er lítið stöðuvatn, Laugarvatn, það 65 stærsta á landinu, 2.1 km² að stærð. Stöðuvatnið er grunnt, mesta dýpið er um 2 metrar. Við vatnið stendur samnefnt þorp, sem hefur byggst upp í kringum skólana, fyrst Héraðskólann og síðan Íþróttakennaraskólann og Menntaskólan á Laugarvatni sem sinnti nemendum frá öllu Suðurlandi, en hann var stofnaður fyrir 70 árum, árið 1953. Héraðskólin var stofnaður fyrir 95 árum, árið 1928 i húsi sem Guðjón Samúelsson teiknaði og var friðað árið 2003. Íþróttakennaranám var á Laugarvatni frá 1932 til 2016, þegar námið var flutt til Reykjavíkur.
Þar sem Laugarvatn liggur í alfaraleið er mikil ferðaþjónusta á staðnum, hótel, veitingaþjónusta, tjaldsvæði og tvær laugar. Í þorpi sem telur 247 einstaklinga, sem tilheyra Bláskógabyggð. Sveitarfélagi sem teygir sig frá Þingvöllum í Laugardalinn og upp í Biskupstungur með Gullfossi og Geysi og síðan upp á miðjan Kjöl. Íbúar í sveitarfélaginu öllu eru 1.280 hefur fjölgað um 10% frá síðasta ári. Frá Reykjavík er klukkutíma akstur austur á Laugarvatn.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Laugarvatn 19/07/2023 : A7R IV : FE 1.2/50mm GM