Þjórsá (suðurland) er lengsta á landsins, og það fljót sem gefur mesta orku, en áin er mjög vel virkjuð ofan Þjórsárdals. Þjórsá er 230 km löng frá upptökum lengst norður á Sprengisandi. Jökulsá á Fjöllum (norðausturland) er í öðru sæti, frá upptökum í norðanverðum Vatnajökli, og norður í Öxarfjörð, áin er 206 km löng, með meðal annars Dettifoss á sinni löngu leið. Hvítá /Ölfusá (suðurland) er í þriðja sæti og upptök hennar eru á Kili, Langjökli og Hofsjökli. Áin er 185 km löng. Skjálfandafljót (norðausturland) er í fjórða lengst, 178 km löng og kemur upp í Vatnajökli og norðanverðum Sprengisandi og Vonarskarði. Í fimmta og sjötta sæti eru tvær stærstu ár austurlands, Jökulsá á Dal, og Lagarfljót, sem báðar koma upp í Vatnajökli. Það munar aðeins 10 km á lengd þeirra, þar sem þær renna saman í einn ós í Héraðsflóann. Héraðsvötn og Blanda (norðvesturland) er í sjöunda og áttunda sæti. Það munar bar 5 km á ánum Héraðsvötn eru 130 km löng, Blanda er 125 km. Blanda kemur upp á Kili, líkt og Hvítá/Ölfusá og upptökin eru í Langjökli og Hofsjökli. Í níunda sæti er Fnjóská, lengsta dragá landsins, sem kemur upp á Sprengisandi, hún er 117 km löng þegar hún rennur úr Dalsmynni út í Eyjafjörð. Í tíunda sæti, næstsíðasta á áin sem nær yfir 100 km er Hvítá í Borgarfirði (vesturland) , en frá upptökum í Langjökli eru 118 km. Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu er 2 km styttri, sem er fjórum sinnum lengra en stysta stórá landsins, Jökulsá á Breiðarmerkursandi (suðausturland), sem nær ekki 500 metrum, en vatnsmagnið er mikið, að meðaltali 300 m3/sec. Líklega sú á sem næst flestir ferðamenn sækja heim, eftir Hvíta í Birkupstungum.

Búrfellsvirkjun undir Búrfelli, virkjunin í Þjórsá, fullgerð árið 1969

Fnjóská við Lokastaðarétt, Þverá í Dalsmynni, Fnjóská er lengsta bergvatnsá á Íslandi

Eitt af mörgum upptökum Lagarfljóts, hér undir Snæfelli

Gullfoss í Hvítá

Ísland : A7C, A7R IV RX1R II – 2.8/21mm, FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson