Leyndarmál

Leyndarmál

Eitt af þessum fallegu leyndarmálum á höfuðborgarsvæðinu er Guðmundarlundur. Útivistarsvæði sem á engan sinn líka, og fáir sækja, því staðurinn er einskonar leyndarmál. Guðmundarlundur liggur í útjaðri höfuðborgarsvæðisins, einstakt svæði, eins og skreppa suður til Skandinavíu, og samt vera í Kópavogi. Guðmundarlundur er kent við Guðmund H. Jónsson stofnanda BYKO, sem byrjaði að gróðursetja tré þarna á Vatnsendaheiði árið 1961. Þrjátíu og átta árum síðar, 1999 ánafnar Guðmundur svæðinu til Skógræktarfélags Kópavogs, sem skýrir þessa 11 hektara lands Guðmundarlund. Svæðið, sem er rétt ofan við efstu byggðir Kópavogs í dag er frábært útivistarsvæði, og með einum besta frísbígolfvöllum landsins, 10 holur völlur, þar sem sem allir teigarnir hitta í mark, eins og allt svæðið.

Karfa sjö í Guðmundarlundi
Fífill fegri, í Guðmundarlundi
Frumkvöðullinn Guðmundur H. Jónsson
Salahverfi, efsta hverfi Kópavogs er steinsnar frá Guðmundarlundi
Fyrsta tréð sem gróðursett var í Guðmundarlundi
Góð aðstaða er fyrir fjölskyldur í Guðmundarlundi

Kópavogur 01/07/2022 :  A7C – RX1R II R : FE 1.8/20mm G – 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson