Líf og fjör á Gljúfrasteini

Líf og fjör á Gljúfrasteini  – allt iðar af lífi í húsi skáldsins –

halldor laxness
Halldóri Laxnes. ljósmyndari Hans Malmberg.

Gljúfrasteinn var eins og kunnugt er heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans. Íslenska ríkið keypti húsið árið 2002, þegar öld var liðin frá fæðingu skáldsins og tveimur árum síðar var það opnað almenningi.
Í sumar verða á Gljúfrasteini haldnir stofutónleikar á hverjum sunnudegi klukkan 16 og er þetta fjórða sumarið sem slíkir tónleikar eru haldnir.Halldór Laxness var mikill áhugamaður um tónlist og tónlistarflutning. Hann var prýðilegur píanisti sjálfur og rómaður fagurkeri á því sviði. Bach var í miklu uppáhaldi hjá skáldinu.
Móttökuhúsið er fyrsti viðkomustaður gesta á Gljúfrasteini. Þar er hægt að skoða margmiðlunarsýningu um ævi og verk skáldsins. Saga Halldórs er samofin sögu 20.aldarinnar og er því einnig brugðið upp svipmyndum úr sögu Íslands og umheimsins.
Boðið er upp á vandaða hljóðleiðsögn um húsið þar sem heyra má í skáldinu og Auði konu hans og upplifa andrúmsloft fyrri tíðar.
PBK_110608_627Sundlaug er í garðinum og frá Gljúfrasteini eru margar gönguleiðir. Halldór var mikill útivistarmaður og gekk mikið í nágrenni Gljúfrasteins enda er umhverfið fagurt. Gestir eru hvattir til að nýta sér gönguleiðirnar í nágrenni hússins sem stendur við ána Köldukvísl. Garðurinn umhverfis húsið er opinn almenningi og þar er upplagt að borða nesti í lautinni bak við húsið.
Húsið Gljúfrasteinn hefur verið látið haldast óbreytt, bæði heimilið og vinnustaður skáldsins. Stærstu vistarverurnar eru stór stofa á jarðhæð og skrifstofa Halldórs á annarri hæð. Þar er bókasafn hans varðveitt svo og vinnupúltið sem hann stóð gjarnan við.
Mikill fjöldi listaverka setur sterkan svip á heimilið og mörg verkanna eru eftir þekkta meistara. Húsgögn og innanstokksmunir eru þeir sömu og í tíð Halldórs og Auðar.
Safnið er opið alla daga í sumar frá 9 til 17. Það kostar 500 kr. inn en helmingi minna fyrir börn, aldraða og öryrkja.
Heimsíða safnsins er www.gljufrasteinn.is

Halldóri Laxnes. ljósmyndari Hans Malmberg.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0