Lagardalurinn er merkilegur, bæði sögulega, þegar Reykvíkingar lögðu leið sína austur Laugaveg í Þvottalaugarnar þvo sinn þvott. Í dag eru í Laugardal öll helstu íþróttamannvirki landsins. Laugardalurinn er líka stærsta útivistarsvæði í miðju höfuðborgarinnar. Í miðjum dalnum er síðan Grasagarðurinn, sem var stofnaður 1961. Í garðinum eru nú yfir 5000 plöntur, til að gleðja höfuðborgarbúa og ferðafólk. Í Grasagarðinum er veitingahúsið Flóra sem er opið frá vori fram á haust. Fyrir voropnunina er þar nú listsýning, Ásætur / Epiphytes, þar sem 11 listamenn sýna verk sín fyrir gesti og gangandi. Samstarfsverkefni nemenda í Háskóla Íslands og Listaháskólanum. Skemmtileg sýning
Ljósmyndir og texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 04/04/2023 : A7R IV, FE 1.2/50mm GM