Listaverk náttúrunnar í hús

Fegurð og glæsileiki
„Fígaró er fyrirtæki sem sér hæfir sig í sölu og vinnslu á náttúrusteinum.Við hófum starfsemi árið 2006 og síðan þá hafa umsvifin aukist jafnt og þétt enda leggjum við áherslu á gæðin“segir Hörður Hermannsson sem á og rekur verslunina Fígaró í Garðabæ ásamt eiginkonu sinni Margréti Sigurðardóttur.
Fyrirtækið býður uppá náttúrustein á gólfin, á borðin, á veggina og víðar. „Við bjóðum uppá hinar ýmsu steintegundir eins og t.d. granít, marmara, sandstein, kalkstein og quartz stein. Einnig höfum við verið að bjóða uppá gólfefni úr íslensku blágrýti og grágrýti. Það nýjasta er að við erum að leggja línurnar í framleiðslu á handhöggnum legsteinum og öðrum listmunum úr steinum úr íslenskri náttúru, eftir óskum viðskiptavinarins,“ segir Hörður.

_MG_3066Fúgulaus gólf
„Við erum stoltust af hand bragðinu hérna hjá okkur. Við erum með steinsmið frá Asíu sem færði okkur gnógt þekkingar á vinnslu og meðhöndlun á náttúrustein og má þar til dæmis nefna frágang á niðurlögn á gólfefni. En þar notum við restinfyllir í stað hefðbund innar múrfúgu, síðan er gólfið planað með þar til gerðum vélum og pólerað að því gljástigi sem viðskiptavinurinn kýs. Er þá gólfið í einni heild og þú finnur ekki fyrir fúgunni. Þegar þessari aðferð er beitt verða þrif miklu aðveldari þar sem óhreinindi festast ekki í fúgunni auk þess sem framtíðarviðhald verður auðveldara,“ segir Hörður.

Crystal_Clean_4cAntiFleckNano_4cSteinvarnir og hreinsiefni
Með nútímaefnum er mögulegt að viðhalda fegurð steinsins miklu lengur og koma í veg fyrir ýmiskonar blettamyndanir. Fígaró býður upp á úrval steinvarna og hreinsiefni frá Þýska framleiðandanum Akemi. „Ástæðan fyrir því að við veljum Akemi er sú að þessi vara stendur fremst meðal jafninga í heiminum,“ segir Hörður. Auk almennra hreinsiefna og varna er boðið uppá sértæk efni til þrifa á ryði,olíublettum, vaxi, veggjakroti ofl. Einnig er Akemi með  frábært hreinsiefni til að þrífa steina utnandyra svo sem til að  þrífa gróður af legsteinum. Tilgamans má geta þess að nýverið var sett upp á heimasíðu Fígaró,  figaro.is, fyrirspurnardálkur þar sem neytendur geta sent fyrirspurnir til „Steinalæknisins“. Það er samstarfsverkefni Fígaró og Akemi þar sem viðskiptavinir geta spurt og fengið svör við  vandamálum tengdum stein.

Möguleikarnir óteljandi.calacatta
Hörður segir að nú sé verið að stækka steinsmiðjuna. Fyrirtækið er að færa sig út í vinnslu á borðplötum til að auka þjónustuna við viðskiptavininn. Í steinsmiðjunni er búið  til allt milli himins og jarðar, þar eru sérsmíðaðar handlaugar, smíðuð ljós, handriðalistar svo eitthvað sé nefnt. „Það er í raun  ekkert sem okkur er óviðkomandi þegar að sérsmíði kemur og við tökum sérstaklega vel á móti hönnuðum sem vilja framleiða eitthvað tengt náttúrusteini. Möguleikarnir eru óteljandi. Hjá okkur eru ekki til vandamál bara lausnir“ segir Hörður.