Það var óvenjuleg stemning á Húsafelli, innsta byggða bóli vesturlands í gær. Allar frétta og sjónvarpstöðvar landsins voru þarma samankomnar seinnipartinn í gær. Það átti að fara rífa nýtt hús, safn sem Páll Guðmundsson (1959) myndhöggvara á Húsafelli hafði byggt af myndarskap á ættaróðali sínu. Nágranni hafði farið í mál, unnið málið með lagatæknilegum flækjum. Sem betur fer endaði málið með sátt á allra síðustu stundu, Legsteinasafnhúsið fær því að standa. Jörðin Húsafell, er ekki bara falleg, hún er landstór 100 km2 / 40 sq mi, og liggur inn til tveggja jökla, Langjökuls og Eiríksjökuls. Nálægt eru eitt af undrum Íslands, Hraunfossar og auðvitað hellarnir Víðgelmir og Surtshellir. Stór frístundabyggð, hótel og golfvöllur er rétt norðan við kirkjuna á Húsafelli og safnið við hliðina sem fær nú að standa um ókomin ár fyrir komandi kynslóðir. Frá Reykjavík eru bara 144 km / 89 mi til Húsafells gegnum Hvalfjarðargöngin.
Borgarfjarðarsýsla 12/08/2021 14:19 : A7RIV 1.4/24mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson