Það er svo gefandi, skemmtilegt að koma á Kjarvalsstaði núna. Í þessu 50 ára húsi, sem er fyrsta á landinu sem byggt er sérstaklega sem listasafn. Þar stendur nú yfir í báðum sölum safnis sýninging Kviksjá / Kaleidoscope, þar sem safneign Listasafns Reykjavíkur er sýnd. Frábær verk, sýning. Í austursalum eru sýnd verk listamanna frá byrjun síðustu aldar til 1973 (grein í Land & Sögu / Icelandic Times, nýlega) og í vestursalnum eru sýnd verk listamanna frá 1973 til ársins 2000. Eins og Birgir Ísleifur Gunnarsson borgarstjóri Reykjavíkur sagði við opnun Kjarvalsstaða fyrir 50 árum. ,,Hér á að ríkja það andrúmsloft sem dregur borgarbúa til sín. Menningarlegt umhverfi sem fólki líður vel í.” Það hefur svo sannarlega tekist.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 13/04/2023 : A7R IV, FE 1.8/20mm G