Templarasund

Templarasund lætur ekki mikið yfir sér, 97 metra löng gata sem liggur frá Austurvelli að Vonarstræti við Tjörnina í hjarta Reykjavíkur. Gatan dregur nafn sitt af Góðtemplarahúsinu, Guttó sem Góðtemplarar reistu sem samkomuhús á landfyllingu í norðurenda Tjarnarinnar árið 1887. Húsið sem var einlyft bárujárnsklætt timburhús var rifið árið 1968, og er þar nú bílastæði alþingismanna. En þótt gatan sé stutt, þá byrjar hún á Austurvelli milli Alþingishússins og Dómkirkjunnar, og endar svo við Iðnó við Reykjavíkurtjörn. Eftir að Gúttó var rifið er Alþingishúsið eina húsið sem stendur við vestanverða götuna. Húsaröðin við austanverða götuna er aftur á móti spegill af Reykjavík frá 1880 til 1913, þegar Þórshamar eitt af fyrstu steinsteyptu húsum höfuðborgarinnar reis við götuna, sem heitir reyndar sund en ekki stræti eða gata.

Horft suður Templarasund, Alþingishúsið til hægri, hluti Dómkirkjunnar sést til vinstri

Götuheitið utan á Alþingishúsinu

Giftingargestir fyrir utan Dómkirkjuna

Horft suður götuna frá Kirkjutorgi

Alþingisgarðurinn stendur við vestanverða götuna

 

Þessi ungmenni frá Katalóníu ætla sér að opna ekta spænskan matsölustað við Kirkjustræti fljótlega. Þau voru bjartsýn.

Reykjavík 11/06/2022  17:22 – 18:31 : A7R IV – A7C : FE 1.4/24mm GM – FE 2.8/100mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson