Lyngdalsheiði liggur milli Þingvalla og Laugarvatns. Fyrsti vegurinn yfir heiðina var lagður árið 1907, í tilefni komu Friðriks VIII Danakonungs, svokallaður Konungsvegur. Vegur lá og liggur frá Reykjavík í gegnum Þingvelli og áfram yfir Lyngdalsheiði að Gullfossi og Geysi. Á Lyngdalsheiðinni eru allmargir hellar, þekktastir eru Laugavatnshellar, Tinton, Lambhellir og Tvíbotni, sá glæsilegasti, og með tvö botna eins og nafnið gefur til kynna. Hann fannst árið 1985. Leiðin um Lyngdalsheiðina er nú hluti af gullna hringnum, fjölfarinn og falleg leið.
Árnessýsla 07/11/2021 13:19 – A7R IV : FE 1.2/50mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson